Fleiri fréttir

Jón G. Guđjónsson | 22. júlí 2014

Könnun á viđhorfum íbúa á Vestfjörđum, 2013.

Drangaskörđ.
Drangaskörđ.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur nú birt niðurstöður viðhorfskönnunar sem tekin var á meðal íbúa á Vestfjörðum síðla árs 2013. Könnunin var unnin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga með tilstyrk Sóknaráætlunar landshluta. Almennt er niðurstaða könnunarinnar að íbúar á Vestfjörðum hafa jákvætt viðhorf til sinna samfélaga, náttúru og atvinnulífs, en eru ósáttir við hæga uppbyggingu innviða. Ætlun er að gera sambærilegar kannanir með reglubundnum hætti sem lið í eftirfylgni með byggðaþróun á Vestfjörðum. Send var netkönnun á netföng 486 manns á öllum Vestfjörðum, 18 ára og eldri, valdir úr gagnagrunni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Markmið með íbúakönnuninni var að kanna hagi og afstöðu í búa til ýmissa þátta sem geta haft áhrif á Vestfirska hagkerfið. Samhliða íbúakönnuninni var unnið að greiningum á atvinnulífi og öðrum hagrænum þáttum. Í vinnunni hafa komið fram vísbendingar um að Vestfirskt atvinnulíf hafi átt undir högg að sækja á undanförnum árum en horfir nú til bjartari tíma. Með þessari greiningarvinnu er vonin sú að það til verði aukin þekking á aðstæðum í samfélagi og atvinnulífi á Vestfjörðum sem leiði til nákvæmari og upplýstari umræðu, jafnframt er niðurstöðurnar mikilvægt innlegg inn í umræður og vinnu við að skilgreina lausnir við þann byggðavanda sem hefur verið viðvarandi á svæðinu.


Úrtakið var 486 netföng í öllum sveitarfélögum og byggðarkjörnum innan Vestfjarða.

...
Meira

Atburđir

« Júlí »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá höfninni á Norđurfirđi 16-03-2005.
  • Krossnes séđ úr urđunum 15-03-2005.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Séđ til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
Vefumsjón