Fleiri fréttir

Jón G. Guđjónsson | 22. október 2014

Sviđaveisla og skemmtun á Sćvangi.

Frá sviđaveislu.Mynd Sauđfjársetur.
Frá sviđaveislu.Mynd Sauđfjársetur.

Það verður mikið um dýrðir í Sævangi fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október, en þá verður haldin vegleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu. Fullt hús hefur verið síðustu tvö ár á slíkum veislum hjá Sauðfjársetrinu og nokkur hefð komin á skemmtunina. Á boðstólum verða ný heit svið, einnig köld svið reykt og söltuð, sviðasulta og sviðalappir með tilheyrandi meðlæti. Í eftirmat verður blóðgrautur, ábrystir og rabarbaragrautur, þannig að allir ættu að koma heim saddir og sælir. Skemmtiatriði verða á meðan á borðhaldi stendur, meðal annars verður leikritið Smal heimsfrumsýnt, en heyrst hefur að þar sé um að ræða einskonar námskeið í árangursríkri smalamennsku í túlkun Leikfélags Hólmavíkur. Ræðumaður kvöldsins verður hinn sérdeilis jákvæði sveitarstjóri Strandabyggðar, Andrea Kristín Jónsdóttir.


Veislustjóri á sviðaveislunni er hinn síkáti Miðhúsabóndi Viðar Guðmundsson og má þar með búast við að söngur og sprell verði einnig drjúgur hluti af skemmtuninni.

...
Meira

Strandir.is

Atburđir

« Október »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Hrafn -og systkinin Guđbjörg og Guđmundur.22-08-08.
  • Skemmtiatriđi.Söngur.
Vefumsjón